Söngkonan tileinkaði flutningin móður sinni, Tinu Knowles, sem deildi með henni sviðinu í nótt er hún flutti lögin Sandcastles og Love Drought af plötunni Lemonade óaðfinnalega. Klædd í gullkjól með gullkórónu í laginu eins og sól minnti Beyoncé einna helst á styttu á sviðinu.
Beyoncé fór heim með tvenn Grammy-verðlaun í nótt en þær Adele deildu fallegu augnabliki saman þegar sú síðarnefnda tók á móti verðlaunum fyrir plötu ársins. Myndband af því má sjá neðar í fréttinni sem og atriði Beyoncé í heild sinni!



Beyonce's full performance at the #GRAMMYs 2017. You're welcome. pic.twitter.com/VRGRt3esEQ
— Wolé II (@Kingwole) February 13, 2017