Erlent

Djasssöngvarinn Al Jarreau fallinn frá

atli ísleifsson skrifar
Vísir/afp
Bandaríski djasssöngvarinn Al Jarreau er látinn, 76 ára að aldri. Útgefandi hans segir að hann hafi andast í Los Angeles.

Í frétt BBC segir að hann hafi áður verið lagður inn á sjúkrahús fyrr í mánuðinum vegna örmögnunar, en hann var þá á tónleikaferðalagi.

Jarreau vann sjö sinnum til Grammy-verðlauna og var þekktur meðal annars fyrir að hafa flutt upphafsstef sjónvarpsþáttanna Moonlighting.

Þá var hann einn þeirra sem söng eina laglínu í lagi Michael Jackson, „We are the World“, en hann fór með línuna „… and so we all must lend a helping hand“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×