Höfðar mál á hendur Uber eftir að upp komst um framhjáhald Anton Egilsson skrifar 12. febrúar 2017 11:25 Vísir/EPA Franskur karlmaður hefur lögsótt leigubílafyrirtækið Uber en hann telur að galli í smáforriti fyrirtækisins hafi verið valdur þess að upp komst um framhjáhald hans. Skaðabótakrafa mannsins á hendur Uber er sögð nema um 45 milljónum evra. Maðurinn sem um ræðir segist hafa notað smárforrit leigbílafyrirtækisins í síma eiginkonu sinnar í eitt skipti til að koma sér á milli staða. Þrátt fyrir að hafa útskráð sig af aðgangnum eftir á fékk kona hans í kjölfarið tilkynningu í síma sinn í hvert skipti sem að maður hennar nýtti sér þjónustu Uber. Fram kemur í frétt BBC um málið að tíðar ferðir mannsins á tiltekinn stað hafi orðið til þess að konu hans fór að gruna að eitthvað væri ekki með felldu. Ekki leið á löngu þar til konan komst á snoðir um að eiginmaður hennar héldi þar til með annarri konu. Í kjölfar þess að upp komst um framhjáhaldið sótti hún um skilnað frá manninum. David-André Darmon , lögmaður mannsins, segir skjólstæðing sinn fórnarlamb galla í smáforriti Uber. „Skjólstæðingur minn er fornarlamb galla í smáforriti Uber. Þessi galli hefur valdið honum miklum vandamálum í einkalífinu.” Uber hefur ekki vilja tjá sig um málsóknina en segir þó að verndun á persónuupplýsingum viðskiptavina þess sé ávallt forgangsmál. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Franskur karlmaður hefur lögsótt leigubílafyrirtækið Uber en hann telur að galli í smáforriti fyrirtækisins hafi verið valdur þess að upp komst um framhjáhald hans. Skaðabótakrafa mannsins á hendur Uber er sögð nema um 45 milljónum evra. Maðurinn sem um ræðir segist hafa notað smárforrit leigbílafyrirtækisins í síma eiginkonu sinnar í eitt skipti til að koma sér á milli staða. Þrátt fyrir að hafa útskráð sig af aðgangnum eftir á fékk kona hans í kjölfarið tilkynningu í síma sinn í hvert skipti sem að maður hennar nýtti sér þjónustu Uber. Fram kemur í frétt BBC um málið að tíðar ferðir mannsins á tiltekinn stað hafi orðið til þess að konu hans fór að gruna að eitthvað væri ekki með felldu. Ekki leið á löngu þar til konan komst á snoðir um að eiginmaður hennar héldi þar til með annarri konu. Í kjölfar þess að upp komst um framhjáhaldið sótti hún um skilnað frá manninum. David-André Darmon , lögmaður mannsins, segir skjólstæðing sinn fórnarlamb galla í smáforriti Uber. „Skjólstæðingur minn er fornarlamb galla í smáforriti Uber. Þessi galli hefur valdið honum miklum vandamálum í einkalífinu.” Uber hefur ekki vilja tjá sig um málsóknina en segir þó að verndun á persónuupplýsingum viðskiptavina þess sé ávallt forgangsmál.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira