Trump setur afvopnunarsamning í uppnám Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd. Donald Trump Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd.
Donald Trump Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira