Enginn Teitur Örlygsson að flækjast fyrir Jóni Arnóri núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 09:00 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson hefur átt magnaðan feril og upplifað meira en flestir íslenskir körfuboltamenn. Eitt af því sem þessum frábæra körfuboltamanni hefur enn ekki tekist er að verða íslenskur bikarmeistari í körfubolta. Jón Arnór hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fyrst 17 ára gamall árið 2000 og svo aftur 26 ára gamall árið 2009 þegar hann kom heim í eitt tímabil. Jón á enn eftir að verða bikarmeistari og þar hefur Teitur Örlygsson staðið í vegi fyrir honum í þau tvö skipti sem Jón hefur verið með KR í bikarúrslitaleiknum. Það eykur kannski sigurlíkur Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga að nú er enginn Teitur Örlygsson að flækjast fyrir Jóni Arnóri í Höllinni. Jón Arnór spilaði í deildinni hér heima frá 2000 til 2002 en tókst ekki að verða bikarmeistari. Næst komst hann því þegar KR fór í bikarúrslitaleikinn 2002. KR-liðið mætti þá Njarðvík í úrslitaleiknum og allt leit vel út framan af leik. KR, komst í 7-0 og 25-8 í fyrsta leikhlutanum og var síðan mest þrettán stigum yfir í öðrum leikhluta og svo níu stigum yfir í hálfeik, 48-39. Njarðvíkingar skoruðu 15 af fyrstu 17 stigum seinni hálfleiks og komust í 54-50 en KR-ingar voru aftur komnir fimm stigum yfir, 64-59 fyrir leikhlutann. Njarðvíkingar áttu hinsvegar Teit Örlygsson inni í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 10 af 18 stigum sínum í leiknum þar á meðal fimm síðustu stig leiksins sem tryggðu Njarðvík 86-79 sigur. Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í þessum úrslitaleik, var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna með þrjár þristar í fimm skotum en í vandræðum innan línunnar þar sem hann hitti aðeins úr 2 af 7 tveggja stiga skotum sínum. Sjö árum síðar var Teitur Örlygsson aftur að flækjast fyrir Jóni Arnóri Stefánssyni í bikarúrslitaleik en nú í öðru hlutverki. Teitur var þá orðinn þjálfari Stjörnunnar en Garðabæjarliðið var komið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. KR-liðið var búið að vera á svakalegri siglingu þetta tímabil enda með stjörnuprýtt lið en Stjarnan kom öllum á óvart og vann úrslitaleikinn 78-76. Jón Arnór Stefánsson skoraði 29 stig og setti niður fimm þriggja stiga skot í leiknum en það var ekki nóg. KR-liðið gróf sér holu og tókst ekki að komast upp úr henni. Tæpum þremur mánuðum síðar varð KR-liðið Íslandsmeistari og í framhaldinu fór Jón Arnór aftur út í atvinnumennsku þar sem hann hefur verið þar til að hann kom heim í haust. Úrslitaleikur KR og Þórs úr Þorlákshöfn hefst klukkan 16.30 í Laugardalshöllinni. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar og unnu einmitt Þórsliðið í úrslitaleiknum fyrir ári síðan. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson hefur átt magnaðan feril og upplifað meira en flestir íslenskir körfuboltamenn. Eitt af því sem þessum frábæra körfuboltamanni hefur enn ekki tekist er að verða íslenskur bikarmeistari í körfubolta. Jón Arnór hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fyrst 17 ára gamall árið 2000 og svo aftur 26 ára gamall árið 2009 þegar hann kom heim í eitt tímabil. Jón á enn eftir að verða bikarmeistari og þar hefur Teitur Örlygsson staðið í vegi fyrir honum í þau tvö skipti sem Jón hefur verið með KR í bikarúrslitaleiknum. Það eykur kannski sigurlíkur Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga að nú er enginn Teitur Örlygsson að flækjast fyrir Jóni Arnóri í Höllinni. Jón Arnór spilaði í deildinni hér heima frá 2000 til 2002 en tókst ekki að verða bikarmeistari. Næst komst hann því þegar KR fór í bikarúrslitaleikinn 2002. KR-liðið mætti þá Njarðvík í úrslitaleiknum og allt leit vel út framan af leik. KR, komst í 7-0 og 25-8 í fyrsta leikhlutanum og var síðan mest þrettán stigum yfir í öðrum leikhluta og svo níu stigum yfir í hálfeik, 48-39. Njarðvíkingar skoruðu 15 af fyrstu 17 stigum seinni hálfleiks og komust í 54-50 en KR-ingar voru aftur komnir fimm stigum yfir, 64-59 fyrir leikhlutann. Njarðvíkingar áttu hinsvegar Teit Örlygsson inni í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 10 af 18 stigum sínum í leiknum þar á meðal fimm síðustu stig leiksins sem tryggðu Njarðvík 86-79 sigur. Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í þessum úrslitaleik, var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna með þrjár þristar í fimm skotum en í vandræðum innan línunnar þar sem hann hitti aðeins úr 2 af 7 tveggja stiga skotum sínum. Sjö árum síðar var Teitur Örlygsson aftur að flækjast fyrir Jóni Arnóri Stefánssyni í bikarúrslitaleik en nú í öðru hlutverki. Teitur var þá orðinn þjálfari Stjörnunnar en Garðabæjarliðið var komið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. KR-liðið var búið að vera á svakalegri siglingu þetta tímabil enda með stjörnuprýtt lið en Stjarnan kom öllum á óvart og vann úrslitaleikinn 78-76. Jón Arnór Stefánsson skoraði 29 stig og setti niður fimm þriggja stiga skot í leiknum en það var ekki nóg. KR-liðið gróf sér holu og tókst ekki að komast upp úr henni. Tæpum þremur mánuðum síðar varð KR-liðið Íslandsmeistari og í framhaldinu fór Jón Arnór aftur út í atvinnumennsku þar sem hann hefur verið þar til að hann kom heim í haust. Úrslitaleikur KR og Þórs úr Þorlákshöfn hefst klukkan 16.30 í Laugardalshöllinni. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar og unnu einmitt Þórsliðið í úrslitaleiknum fyrir ári síðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira