Lífið

Fjölburabylgja í Hollywood

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir.
Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Getty
Hollywoodleikarinn George Clooney og eiginkona hans, og mannréttindalögfræðingurinn, Amal Clooney, eiga von á tvíburum í júní. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestanhafs í vikunni, en þetta verða fyrstu börn hjónanna.

Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Fréttablaðið heyrði í Snorra Einarssyni, Fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík og grennslaðist fyrir um málið.

„Það er mjög erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur svör um hvernig barneignir fræga fólksins í útlöndum eru til komnar. Ég geng út frá því að þrátt fyrir frægðina hrærist í þessu fólki svipaðar tilfinningar og í okkur hinum. Samkvæmt reynslu minni þýðir það að barneignir eru eitthvað sem fólk þráir heitt og eru kjarninn í lífi flestra. Það er vel þekkt að aldur kvenna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til þess að eignast börn og eftir fertugt fer róðurinn að verða þungur. Í hópi fræga fólksins er trúlegt að margar konur fresti barneignum sínum svo lengi að þær þurfi á endanum hjálp með tæknifrjóvgun. Ef börnin hafa orðið til með aðstoð tæknifrjóvgunar er það yfirleitt merki um að vandamál hafi verið til staðar en ekki að um einhvers konar „fjölburapöntun“ sé að ræða," segir Snorri Einarsson, fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislæknir hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, spurður hvort það sé líklegt að fræga fólkið fari í tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun til þess að reyna að eignast tvíbura eða þríbura.

„Mér finnst að þá krísu og þær erfiðu tilfinningar sem fylgja barnleysi eigi að virða og ekki setja það fram sem eitthvað óeðlilegt ef fólk hefur þurft að leita sér læknishjálpar vegna þess. Frekar að samgleðjast og fagna þessum nýju mannverum sem eru svo hjartanlega velkomnar og foreldrarnir eru væntanlega búin að bíða lengi eftir,“ segir Snorri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.