Enski boltinn

Carrick: Fögnum ekki fjórða sætinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Michael Carrick, leikmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins muni ekki fagna í lok leiktíðar ef þeir ná á endanum fjórða sætinu og þar af leiðandi sæti í Meistaradeild Evrópu.

United hefur verið fast í sjötta sæti deildarinnar um langa hríð en er í baráttunni um þátttökurétt í Meistaradeildinni sem skiptir félagið miklu máli. Það eina sem leikmenn United munu fagna er sigur í ensku úrvalsdeildinni en það er ansi langsótt.

„Við fögnum ekki þriðja sætinu né því fjórða. Ekki einu sinni ef við lendum í öðru sæti,“ segir Carrick í viðtali við The Mirror en liðið hefur ekki staðið upp sem meistari síðan 2013 á síðustu leiktíð Sir Alex Ferguson.

„Maður fagnar bara þegar maður stendur uppi sem sigurvegari en vissulega er Meistaradeildin stór hluti af félaginu. Það er staðurinn sem allir vilja vera á því þar eru bestu leikmennirnir.“

„Þegar kemur að því að fá leikmenn til félagsins og allt svoleiðis skiptir Meistaradeildin máli en maður getur bara fagnað því þegar maður vinnur titla og endar á toppnum,“ segir Michael Carrick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×