Enski boltinn

Alli hafði betur gegn Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alli skoraði fimm mörk í janúar.
Alli skoraði fimm mörk í janúar. vísir/getty
Dele Alli, miðjumaður Tottenham Hotspur, var valinn leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Alli hafði m.a. betur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea City. Auk þeirra voru Harry Kane (Tottenham), Seamus Coleman (Everton) og Alexis Sánchez (Arsenal) tilnefndir.

Alli skoraði fimm mörk í janúar, fleiri en nokkur annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.

Alli skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Tottenham á Watford á nýársdag og endurtók leikinn þremur dögum síðar í 2-0 sigri á Chelsea. Hann skoraði svo í 2-2 jafntefli gegn Manchester City 21. janúar.

Alli hefur skorað 11 mörk í 25 leikjum í vetur og er í hópi markahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×