Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 11:00 TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Skjáskot TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.” Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.”
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09