Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Guðný Hrönn skrifar 9. febrúar 2017 10:15 Fyrirlestur Þórdísar og Toms hefur vakið athygli víða um heim og fjölmiðlar á borð við Daily Mail og Metro hafa fjallað um hann. Mynd/Marla Aufmuth Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar. Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar.
Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09