Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Guðný Hrönn skrifar 9. febrúar 2017 10:15 Fyrirlestur Þórdísar og Toms hefur vakið athygli víða um heim og fjölmiðlar á borð við Daily Mail og Metro hafa fjallað um hann. Mynd/Marla Aufmuth Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar. Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar.
Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09