Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Anton Egilsson skrifar 27. febrúar 2017 21:22 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“ Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“
Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03