Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Börn Sævars Ciesielski, Sigurður Sævarsson, Lilja Rún Jensen, Victor Blær Jensen og Hafþór Sævarsson. vísir/hanna Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25