LSH, Klíníkin og samkeppni Benedikt Ó. Sveinsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stóru spítalarnir á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir einn hatt og dregið verulega úr starfsemi kragasjúkrahúsanna og einu þeirra var lokað að fullu, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með þessu átti að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna. Þessi stofnun fékk það undarlega heiti Landspítali-háskólasjúkrahús, skammstafað LSH. Ekki dugði minna til en að kalla stofnunina bæði spítala og sjúkrahús, eins og til að leggja áherslu á að stofnunin væri Fjallið eina innan íslensks heilbrigðiskerfis.Fjallið eina Það átti að blása til sóknar í heilbrigðismálum og reisa nýjan spítala austur af Háskólanum. En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku. Þrátt fyrir áköll býr LSH enn við þau furðukjör að vera skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum á hverju sem gengur. Skiptir þá engu þótt bætt sé við dýrum nýjungum í læknisfræði eða þúsundum erlendra ferðamanna sé sinnt til hliðar við. Á sama tíma og rekstur LSH hefur gengið eins og raun ber vitni, hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert æ víðtækari samninga við einkareknar sjúkrastöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni. Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.Að fleyta rjómann En áður en lengra er haldið er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi. Meðan ekkert hefur gerst í nýbyggingu LSH hafa einkaaðilar byggt upp vel búnar skurðstofur og leguaðstöðu í Ármúlanum sem ber nafnið Klíníkin. Þar eru í fararbroddi dugmiklir læknar og hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að taka að sér umfangsmiklar aðgerðir í brjósta-, bæklunar-, lýta- og almennum skurðlækningum á grundvelli samnings við SÍ. Þannig mætti stytta verulega biðlista og draga úr þjáningum þeirra sem í óvissu bíða mánuðum og árum saman. En líta þarf á málið í heild.Ekki eðlileg samkeppni Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum. Slík samkeppni var til staðar áður en ríkisreknu stofnanirnar voru sameinaðar undir hatt LSH. Samkeppni á nefnilega ekki bara við um einkarekstur, heldur um hverskonar kerfi þar sem aðilar sitja við sama borð. Sú er ekki raunin nú, vegna þess hvernig fjármagni er skammtað annars vegar með einni fastri greiðslu og hins vegar greiðslu fyrir hvert unnið verk, óháð því hver endanlegur kostnaður vegna komplikasjóna getur orðið vegna þess verks. Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klíníkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stóru spítalarnir á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir einn hatt og dregið verulega úr starfsemi kragasjúkrahúsanna og einu þeirra var lokað að fullu, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með þessu átti að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna. Þessi stofnun fékk það undarlega heiti Landspítali-háskólasjúkrahús, skammstafað LSH. Ekki dugði minna til en að kalla stofnunina bæði spítala og sjúkrahús, eins og til að leggja áherslu á að stofnunin væri Fjallið eina innan íslensks heilbrigðiskerfis.Fjallið eina Það átti að blása til sóknar í heilbrigðismálum og reisa nýjan spítala austur af Háskólanum. En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku. Þrátt fyrir áköll býr LSH enn við þau furðukjör að vera skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum á hverju sem gengur. Skiptir þá engu þótt bætt sé við dýrum nýjungum í læknisfræði eða þúsundum erlendra ferðamanna sé sinnt til hliðar við. Á sama tíma og rekstur LSH hefur gengið eins og raun ber vitni, hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert æ víðtækari samninga við einkareknar sjúkrastöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni. Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.Að fleyta rjómann En áður en lengra er haldið er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi. Meðan ekkert hefur gerst í nýbyggingu LSH hafa einkaaðilar byggt upp vel búnar skurðstofur og leguaðstöðu í Ármúlanum sem ber nafnið Klíníkin. Þar eru í fararbroddi dugmiklir læknar og hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að taka að sér umfangsmiklar aðgerðir í brjósta-, bæklunar-, lýta- og almennum skurðlækningum á grundvelli samnings við SÍ. Þannig mætti stytta verulega biðlista og draga úr þjáningum þeirra sem í óvissu bíða mánuðum og árum saman. En líta þarf á málið í heild.Ekki eðlileg samkeppni Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum. Slík samkeppni var til staðar áður en ríkisreknu stofnanirnar voru sameinaðar undir hatt LSH. Samkeppni á nefnilega ekki bara við um einkarekstur, heldur um hverskonar kerfi þar sem aðilar sitja við sama borð. Sú er ekki raunin nú, vegna þess hvernig fjármagni er skammtað annars vegar með einni fastri greiðslu og hins vegar greiðslu fyrir hvert unnið verk, óháð því hver endanlegur kostnaður vegna komplikasjóna getur orðið vegna þess verks. Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klíníkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun