Meryl Streep og Karl Lagerfeld deila um Óskarskjól Ritstjórn skrifar 26. febrúar 2017 19:00 Um misskilning var að ræða samkvæmt teymi Meryl. Glamour/Getty Fyrir helgi sagði Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, frá því að Meryl Streep hafi krafist þess að fá borgað fyrir að klæðast kjól eftir hann á rauða dreglinum fyrir óskarsverðlaunin. Óskarinn fer fram í kvöld en þar keppast hönnuðir um að fá að klæða stjörnurnar en ekki hefur verið hefð fyrir því að stóru tískuhúsin borgi fyrir að klæða gesti verðlaunahátíðanna. Karl sagði að það væri mikil ósvífni að krefjast þess að fá borgað þegar stjörnurnar fá 100.000 dollara kjóla gefins. Hann gekk meira að segja svo langt að kalla stórleikkonuna nánös. Nú hefur hins vegar teymið hennar Meryl svarað fyrir sig. Þau segja að Meryl krefjist þess aldrei að fá borgað fyrir að klæðast kjólum. Um misskilning sé að ræða og Meryl hafi einfaldlega ákveðið að klæðast kjól eftir annan hönnuð. Það er algengt að stjörnurnar hafi samband við nokkra hönnuði og biðji um skissur fyrir kjóla. Nú hefur Chanel gefir út yfirlýsingu um hversu mikla virðingu þau bera fyrir Meryl og að það sé eðlilegt að hún velji á milli hönnuða. Mest lesið Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Stella McCartney hannar bresku búninga fyrir Olympíuleikana 2016 Glamour Pakkaðu smart í ferðatöskuna til Íslands Glamour
Fyrir helgi sagði Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, frá því að Meryl Streep hafi krafist þess að fá borgað fyrir að klæðast kjól eftir hann á rauða dreglinum fyrir óskarsverðlaunin. Óskarinn fer fram í kvöld en þar keppast hönnuðir um að fá að klæða stjörnurnar en ekki hefur verið hefð fyrir því að stóru tískuhúsin borgi fyrir að klæða gesti verðlaunahátíðanna. Karl sagði að það væri mikil ósvífni að krefjast þess að fá borgað þegar stjörnurnar fá 100.000 dollara kjóla gefins. Hann gekk meira að segja svo langt að kalla stórleikkonuna nánös. Nú hefur hins vegar teymið hennar Meryl svarað fyrir sig. Þau segja að Meryl krefjist þess aldrei að fá borgað fyrir að klæðast kjólum. Um misskilning sé að ræða og Meryl hafi einfaldlega ákveðið að klæðast kjól eftir annan hönnuð. Það er algengt að stjörnurnar hafi samband við nokkra hönnuði og biðji um skissur fyrir kjóla. Nú hefur Chanel gefir út yfirlýsingu um hversu mikla virðingu þau bera fyrir Meryl og að það sé eðlilegt að hún velji á milli hönnuða.
Mest lesið Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Stella McCartney hannar bresku búninga fyrir Olympíuleikana 2016 Glamour Pakkaðu smart í ferðatöskuna til Íslands Glamour