Erlent

Tíu hatursglæpir framdir á hverjum degi í Þýskalandi í fyrra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Að jafnaði beinist ofbeldið gagnvart flóttafólki og innflytjendum, utan og innan heimilis þeirra.
Að jafnaði beinist ofbeldið gagnvart flóttafólki og innflytjendum, utan og innan heimilis þeirra. Vísir/EPA
Árið 2016 voru að jafnaði framdir tíu hatursglæpir gagnvart innflytjendum á hverjum degi í Þýskalandi, samkvæmt upplýsingum frá þýska innanríkisráðuneytinu. BBC greinir frá.

Rúmlega 560 manns slösuðust vegna umrædds ofbeldis, þar af voru 43 börn. Þrír fjórðu árásanna sem beindust gegn innflytjendum gerðust utan heimila þeirra, á meðan rúmlega 1000 árásir beindust gegn heimilum þeirra.

Því er ljóst að þeir flóttamenn sem flýja ofsóknir og stríð, hafa ekki allir beinlínis fundið frið í nýjum heimkynnum. Þýskaland er meðal þeirra ríkja Evrópu sem tekið hefur á móti flestum flóttamönnum. Þessa fjölgun hatursglæpa hefur innanríkisráðuneyti Þýskalands gagnrýnt harðlega í tilkynningu. 

„Fólk sem hefur flúið heimaland sitt til þess að leitast eftir vernd í Þýskalandi, á rétt á því að geta búist við öruggu skjóli,“ segir meðal annars í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×