Leikarinn Bill Paxton er látinn, en hann var 61 árs gamall. Hann er sagður hafa látið lífið vegna fylgikvilla skurðaðgerðar. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika í Aliens, Twister, Titanic og þáttunum Big Love. Hann hóf leik sinn árið 1975
Paxton skilur eftir sig tvö börn og eiginkonu, Louise Newbury, en þau voru gift í 30 ár.
Talsmaður fjölskyldunnar sagði Variety að allir í umgengust Paxton hafi fundið fyrir ástríðu hans fyrir listum og að orka hans og hlýja hafi verið mikil. Hann hefur að undanförnu verið í aðalhlutverki í þáttunum Training Day.
