Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 20:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu. Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu.
Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00