Niðurstaða í máli Erlu „kom ekki á óvart“ 25. febrúar 2017 18:45 Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir það ekki hafa komið á óvart að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á hennar þætti málsins. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar muni væntanlega liggja fyrir á næsta ári. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá árinu 1980 þar sem fimm menn voru sakfelldur vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.Einangrun til að brjóta niður viðnám Í úrskurðum endurupptökunefndar er fjallað ítarlega um langa dvöl þeirra í einangrun. Til að mynda sat Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi í rúmlega 1.500 daga eða rúm fjögur ár. Þar af var hann vistaður í einangrun í 615 daga og yfirheyrður alls 180 sinnum. Fyrirkomulag einangrunarinnar hefði í mörgum tilvikum ráðist af því hversu samvinnuþýð dómfelldu voru við að gefa nýjar upplýsingar sem samræmdust þeim rannsóknartilgátum sem lögregla vann eftir á hverjum tíma. Þetta hefði verið til þess fallið að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum þannig að þau hefðu smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm. Þá segir: „Samkvæmt framansögðu verður að ætla að það hafi verið dómfelldu ljóst að ef þau héldu sig ekki við þá framburði sem þau voru búin að gefa yrði hlutskipti þeirra að sitja áfram í einangrun.”Gagnrýnir dóm Hæstaréttar Sævar hefði í október 1976 verið sprautaður með einhvers konar lyfi í þeim tilgangi að aðstoða hann við að muna betur eftir atburðum. Telur nefndin verulegan vafa leika á því að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Þá gagnrýnir nefndin dóm Hæstaréttar. Verulegar líkur séu á því að áhrif langrar og harðneskjulegrar einangrunar dómfelldu, rannsóknaraðferða, ónákvæmra skráninga framburða, takmarkaðs aðgengis dómfelldu að verjendum, annarra brota á málsmeðferðarreglum og annarra atriða, á trúverðugleika framburða dómfelldu hafi ekki verið metin með réttum hætti í dómi Hæstaréttar. Endurupptökunefnd hafnaði hins vegar beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku þess hluta dóms Hæstaréttar að bera rangar sakir á fjóra menn.Kom sú niðurstaða á óvart? „Nei hún kom ekki á óvart. Þetta er í samræmi við efasemdir sem að ég viðraði sjálfur í mínum umsögnum. Ég held að það megi segja um þá afstöðu sem að ég setti þar fram að ég hafi hvorki mælt með því að þessu liður í ákærunni yrði endurupptekin né heldur sett mig sérstaklega mikið upp á móti því. Ég benti á ákveðna galla á beiðnunum og þá líka á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar varðandi þetta atriði, án þess að ég vilji fara út í smáatriðin” segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.Óttast enn meiri bið Varðandi næstu skref í máli þeirra fimm manna sem endurupptökunefnd féllst á í gær segir Davíð að nú verði Hæstarétti kynnt þessi niðurstaða með formlegum hætti og óskað eftir frest til að skila greinargerð í málinu. „Og eftir atvikum falla frá ákveðnum ákæruliðum nú eða jafnvel krefjast sýknu. Þetta eru svona lagatæknileg atriði og menn þurfa tíma til þess að átta sig á því hvernig á að leggja þetta upp og gera þetta nákvæmlega,” segir Davíð. Eftir niðurstöðu endurupptökunefndar hafa aðilar málsins og aðstandendur þeirra lýst yfir áhyggjum af því að nú taki við enn meiri bið – hugsanlega í mörg ár þar til endanlega niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Davíð Þór segir hins vegar ekki tilefni til að hafa slíkar áhyggjur. „Ég sé það fyrir mér, ef að menn einhenta sér í þetta verkefni strax, jafnvel strax eftir helgina, nú þá held ég að það sé engin ástæða til þess að óttast að þetta muni fara að dragast í mörg ár eins og heyrst hefur. Við erum kannski að tala um eitt ár, eitt og hálft, eitthvað svoleiðis,” segir Davíð.Þannig að það væri raunhæft að endanlegur dómur Hæstaréttar í málinu myndi liggja fyrir á næsta ári? „Ef að allt gengur samkvæmt óskum og ekkert óvænt kemur upp á, þá er það ekki fjarri lagi að þetta gæti orðið á næsta ári,” segir Davíð. Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 „Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja að um sé að ræða dómsmorð. 25. febrúar 2017 14:41 Viðurkennt að rök hnígi að sýknu Fimm af sex sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fá mál sín endurupptekin fyrir dómstólum. Dómur Erlu Bolladóttur og þriggja annarra um að hafa borið aðra röngum sökum stendur óhaggaður. 25. febrúar 2017 06:00 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir það ekki hafa komið á óvart að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á hennar þætti málsins. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar muni væntanlega liggja fyrir á næsta ári. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá árinu 1980 þar sem fimm menn voru sakfelldur vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.Einangrun til að brjóta niður viðnám Í úrskurðum endurupptökunefndar er fjallað ítarlega um langa dvöl þeirra í einangrun. Til að mynda sat Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi í rúmlega 1.500 daga eða rúm fjögur ár. Þar af var hann vistaður í einangrun í 615 daga og yfirheyrður alls 180 sinnum. Fyrirkomulag einangrunarinnar hefði í mörgum tilvikum ráðist af því hversu samvinnuþýð dómfelldu voru við að gefa nýjar upplýsingar sem samræmdust þeim rannsóknartilgátum sem lögregla vann eftir á hverjum tíma. Þetta hefði verið til þess fallið að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum þannig að þau hefðu smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm. Þá segir: „Samkvæmt framansögðu verður að ætla að það hafi verið dómfelldu ljóst að ef þau héldu sig ekki við þá framburði sem þau voru búin að gefa yrði hlutskipti þeirra að sitja áfram í einangrun.”Gagnrýnir dóm Hæstaréttar Sævar hefði í október 1976 verið sprautaður með einhvers konar lyfi í þeim tilgangi að aðstoða hann við að muna betur eftir atburðum. Telur nefndin verulegan vafa leika á því að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Þá gagnrýnir nefndin dóm Hæstaréttar. Verulegar líkur séu á því að áhrif langrar og harðneskjulegrar einangrunar dómfelldu, rannsóknaraðferða, ónákvæmra skráninga framburða, takmarkaðs aðgengis dómfelldu að verjendum, annarra brota á málsmeðferðarreglum og annarra atriða, á trúverðugleika framburða dómfelldu hafi ekki verið metin með réttum hætti í dómi Hæstaréttar. Endurupptökunefnd hafnaði hins vegar beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku þess hluta dóms Hæstaréttar að bera rangar sakir á fjóra menn.Kom sú niðurstaða á óvart? „Nei hún kom ekki á óvart. Þetta er í samræmi við efasemdir sem að ég viðraði sjálfur í mínum umsögnum. Ég held að það megi segja um þá afstöðu sem að ég setti þar fram að ég hafi hvorki mælt með því að þessu liður í ákærunni yrði endurupptekin né heldur sett mig sérstaklega mikið upp á móti því. Ég benti á ákveðna galla á beiðnunum og þá líka á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar varðandi þetta atriði, án þess að ég vilji fara út í smáatriðin” segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.Óttast enn meiri bið Varðandi næstu skref í máli þeirra fimm manna sem endurupptökunefnd féllst á í gær segir Davíð að nú verði Hæstarétti kynnt þessi niðurstaða með formlegum hætti og óskað eftir frest til að skila greinargerð í málinu. „Og eftir atvikum falla frá ákveðnum ákæruliðum nú eða jafnvel krefjast sýknu. Þetta eru svona lagatæknileg atriði og menn þurfa tíma til þess að átta sig á því hvernig á að leggja þetta upp og gera þetta nákvæmlega,” segir Davíð. Eftir niðurstöðu endurupptökunefndar hafa aðilar málsins og aðstandendur þeirra lýst yfir áhyggjum af því að nú taki við enn meiri bið – hugsanlega í mörg ár þar til endanlega niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Davíð Þór segir hins vegar ekki tilefni til að hafa slíkar áhyggjur. „Ég sé það fyrir mér, ef að menn einhenta sér í þetta verkefni strax, jafnvel strax eftir helgina, nú þá held ég að það sé engin ástæða til þess að óttast að þetta muni fara að dragast í mörg ár eins og heyrst hefur. Við erum kannski að tala um eitt ár, eitt og hálft, eitthvað svoleiðis,” segir Davíð.Þannig að það væri raunhæft að endanlegur dómur Hæstaréttar í málinu myndi liggja fyrir á næsta ári? „Ef að allt gengur samkvæmt óskum og ekkert óvænt kemur upp á, þá er það ekki fjarri lagi að þetta gæti orðið á næsta ári,” segir Davíð.
Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 „Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja að um sé að ræða dómsmorð. 25. febrúar 2017 14:41 Viðurkennt að rök hnígi að sýknu Fimm af sex sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fá mál sín endurupptekin fyrir dómstólum. Dómur Erlu Bolladóttur og þriggja annarra um að hafa borið aðra röngum sökum stendur óhaggaður. 25. febrúar 2017 06:00 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00
„Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja að um sé að ræða dómsmorð. 25. febrúar 2017 14:41
Viðurkennt að rök hnígi að sýknu Fimm af sex sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fá mál sín endurupptekin fyrir dómstólum. Dómur Erlu Bolladóttur og þriggja annarra um að hafa borið aðra röngum sökum stendur óhaggaður. 25. febrúar 2017 06:00
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25