Bíó og sjónvarp

Batman v Superman sló í gegn á Razzie-verðlaununum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Frá Razzie-verðlaununum í fyrra
Frá Razzie-verðlaununum í fyrra vísir/getty
The Golden Raspberry-verðlaunin, eða The Razzies, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir þá sem ekki vita, eru The Golden Raspberry-verðlaunin veitt fyrir slakan árangur á sviði kvikmyndalistarinnar. 

Tvær kvikmyndir sópuðu að sér verðlaunum að þessu sinni og hlutu hvor um sig fern verðlaun í mismunandi flokkum. Voru þetta kvikmyndin Batman v Superman: Dawn of Justice og myndin Hillary‘s America sem er ádeilumynd um Hillary Clinton í leiknum heimildarmyndastíl. 

Titilinn fyrir verstu bíómyndina hlaut heimildarmyndin The Secret History of the Democratic Party eftir Dinesh D‘Souza. Þykir draga til tíðinda að pólítísk kvikmynd hafi hlotið titilinn.  

The Golden Raspberry-verðlaunin eru veitt skömmu fyrir Óskarsverðlaunahátíðina ár hvert en hún hefst einmitt á morgun.

Dómnefnd The Golden Raspberry-verðlaunanna samanstendur af um það bil þúsund manns frá 24 mismunandi löndum. Allir geta sótt um að komast í dómnefndina með því að skrá sig á netinu og borga 40 dollara árgjald.


Tengdar fréttir

Twilight sópaði að sér óeftirsóttu verðlaununum

Síðasta myndin í Twilight myndaröðinni, Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2, sópaði að sér hinum óeftirsóttu Razzie verðlaunum við hátíðlega athöfn í Hollywood í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.