„Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 14:41 Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili. visir/bragi guðmundsson Lögmenn sem gæt hagsmuna þeirra sem voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja rétt að tala um að dómsmorð hafi verið framið í málefnum sakborninganna sex. Þeir segja ómögulegt að atburðurinn geti hafa atvikast líkt og tilgreint er í dómnum yfir fólkinu. „Eftir að ég kynnti mér þetta mál á sínum tíma þegar ég var að vinna fyrir Sævar Marinó [Ciesielski] á öldinni sem leið þá kynnti ég mér ekki eingöngu gögnin sem lágu fyrir Hæstarétti heldur öll þau gögn sem gat náð til. Þar voru kannski merkastar fangelsisdagbækurnar úr Síðumúla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.vísir/hmp„Eftir að ég hafði kynnt mér öll þessi gögn þá varð mér fullkomlega ljóst að atburðirnir gátu ekki hafa verið með þeim hætti sem dómstólarnir, bæði Sakadómurinn í Reykjavík og Hæstiréttur, töldu. Ég gat auðvitað ekki vitað hvað gerðist en ég gat séð það, og það var fullkomlega öruggt, að það gerðist ekki með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í dómnum,“ bætir Ragnar við, en hann ræddi þessi mál í Víglínunni á Stöð 2. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, sem dæmdir voru í þrettán og sautján ára fangelsi, tekur undir orð Ragnars. „Staðreyndin í þessu máli er sú að það eru engin lík. Það er enginn brotavettvangur. Það er ekkert mótíf. Það er ekki nokkur skapaður hlutur nema þessir framburðir sem um ræðir og þeir eru byggðir á það veikum grunni að það er ekki hægt að tala um þetta með öðrum hætti en að þarna hafi verið framið – þú notaðir sjálfur orðið, dómsmorð.“ Viðtalið við Ragnar og Lúðvík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Lögmenn sem gæt hagsmuna þeirra sem voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja rétt að tala um að dómsmorð hafi verið framið í málefnum sakborninganna sex. Þeir segja ómögulegt að atburðurinn geti hafa atvikast líkt og tilgreint er í dómnum yfir fólkinu. „Eftir að ég kynnti mér þetta mál á sínum tíma þegar ég var að vinna fyrir Sævar Marinó [Ciesielski] á öldinni sem leið þá kynnti ég mér ekki eingöngu gögnin sem lágu fyrir Hæstarétti heldur öll þau gögn sem gat náð til. Þar voru kannski merkastar fangelsisdagbækurnar úr Síðumúla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.vísir/hmp„Eftir að ég hafði kynnt mér öll þessi gögn þá varð mér fullkomlega ljóst að atburðirnir gátu ekki hafa verið með þeim hætti sem dómstólarnir, bæði Sakadómurinn í Reykjavík og Hæstiréttur, töldu. Ég gat auðvitað ekki vitað hvað gerðist en ég gat séð það, og það var fullkomlega öruggt, að það gerðist ekki með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í dómnum,“ bætir Ragnar við, en hann ræddi þessi mál í Víglínunni á Stöð 2. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, sem dæmdir voru í þrettán og sautján ára fangelsi, tekur undir orð Ragnars. „Staðreyndin í þessu máli er sú að það eru engin lík. Það er enginn brotavettvangur. Það er ekkert mótíf. Það er ekki nokkur skapaður hlutur nema þessir framburðir sem um ræðir og þeir eru byggðir á það veikum grunni að það er ekki hægt að tala um þetta með öðrum hætti en að þarna hafi verið framið – þú notaðir sjálfur orðið, dómsmorð.“ Viðtalið við Ragnar og Lúðvík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03