Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2017 06:00 Við meðferð málsins fyrir Hæstarrétti árið 1980. Á myndinni er Sævar en við hlið hans er lögreglumaður. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins kemur fram að leit stóð til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri.Gögn lögreglunnar í Keflavík benda til þess að það hafi verið eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálfellefu þriðjudaginn 19. nóvember 1974, áður en hann fór að heiman. Talið er að tæpum tveimur sólarhringum síðar hafi vinnuveitandi hans tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni. Hvorki hafa jarðneskar leifar Guðmundar né Geirfinns fundist. Dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík sumarið 1975. Starfshópurinn segir að í gögnum lögreglunnar í Keflavík sé ekkert sem gefi beinlínis til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Í desember 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík á ný rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Samkvæmt málsgögnum hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þá voru Erla Bolladóttir og Sævar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að svokölluðu póstsvikamáli. Í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. Í lok árs 1977 var Albert sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á morðinu á Guðmundi Einarssyni, Erla var fundin sek um rangar sakargiftir sem leiddi til handtöku fjögurra saklausra einstaklinga og að tálma rannsókn lögreglu. Guðjón var fundinn sekur um að hafa orðið Geirfinni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Guðmund Einarsson lífi ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir Kristján Viðar og Sævar voru sakfelldir fyrir að hafa banað bæði Guðmundi og Geirfinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins kemur fram að leit stóð til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri.Gögn lögreglunnar í Keflavík benda til þess að það hafi verið eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálfellefu þriðjudaginn 19. nóvember 1974, áður en hann fór að heiman. Talið er að tæpum tveimur sólarhringum síðar hafi vinnuveitandi hans tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni. Hvorki hafa jarðneskar leifar Guðmundar né Geirfinns fundist. Dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík sumarið 1975. Starfshópurinn segir að í gögnum lögreglunnar í Keflavík sé ekkert sem gefi beinlínis til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Í desember 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík á ný rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Samkvæmt málsgögnum hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þá voru Erla Bolladóttir og Sævar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að svokölluðu póstsvikamáli. Í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. Í lok árs 1977 var Albert sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á morðinu á Guðmundi Einarssyni, Erla var fundin sek um rangar sakargiftir sem leiddi til handtöku fjögurra saklausra einstaklinga og að tálma rannsókn lögreglu. Guðjón var fundinn sekur um að hafa orðið Geirfinni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Guðmund Einarsson lífi ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir Kristján Viðar og Sævar voru sakfelldir fyrir að hafa banað bæði Guðmundi og Geirfinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48