Innlent

Sjúkrabíll í útkalli fauk út af

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjúkrabíll fauk út af á Bláfjallaafleggjaranum fyrr í dag. Rúta hafði fokið út af veginum skammt frá en engin slys urðu á fólki. Ákveðið var hins vegar að senda tvo sjúkrabíla á vettvang til að sinna farþegunum en annar þeirra fauk út af veginum sem liggur um brekku á Bláfjallaafleggjaranum.

Rekur slökkviliðið það til hálku og mikils roks en engin slys urðu á þeim sem voru í sjúkrabílnum.

Talsverðan tíma tók að ná bílnum aftur upp á veg, eða um þrjá til fjóra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ekki stætt um tíma á staðnum vegna brjálaðs veðurs.

Engin óþægindi hlutust af þessu önnur en að þarna var mannskapur bundinn við þetta verkefni í nokkra klukkutíma við að ná bílnum aftur upp á veginn.


Tengdar fréttir

Veðurvakt Vísis

Spáð er vonsku veðri á landinu í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×