Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 15:20 Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03