Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 14:03 vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla. Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla.
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira