Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 11:49 Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum. Seinkanir gætu orðið veðurs. Vísir/Pjetur Uppfært 12:08: Samkvæmt upplýsingum á vef ISAVIA hefur flugi WOW til New York, Baltimore og Toronto verið aflýst. Bæði Icelandair og WOW Air búast við töluverðum seinkunum á flugi til og frá Evrópu seinnipart dags. Farþegar sem ætla sér að ferðast til útlanda í dag eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum sínum. „Það eru flugfélögin sem taka ákvörðun um það hvað þau gera. Þau munu senda tilkynningu á sína farþega ef eitthvað breytist,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Vísi. „Svo er líka, varðandi reykjanesbrautina, ef hún lokar þá hefur það áhrif ef áhafnir komast ekki. Við biðjum farþega að fylgjast vel með tilkynningum frá sínu flugfélagi.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur í sama streng og biður farþega að fylgjast vel með. „Við erum að seinka öllum flugum í dag. Það sem eftir er dagsins. Við vísum á bæði komur fluga frá Evrópu núna síðdegis, það verður seinkun og síðan aftur flugið vestur um haf. Við hvetjum fólk til að fylgjast með sínu flugi. En þetta mun valda röskun. Eitt og eitt flug sem virðist vera á tíma en heilt yfir virðist þetta vera að valda seinkunum og biðjum fólk að fylgjast vel með,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir veðrið hafa nokkur áhrif á þeirra leiðakerfi. „Þetta veður hefur frekar mikil áhrif á okkar leiðakerfi. Það má búast við að það verði smá seinkanir frá Evrópu til Íslands á meðan veðrið gengur yfir. það sama má segja um seinnipartsflugin okkar á meðan veðrið gengur yfir. Við þurftum að fella niður flugið okkar til New York vegna veðurs,“ segir Svana í samtali við Vísi. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions segir að margir farþegar sem eigi flug seinnipartinn hafi farið til Keflavíkur með flugrútunni í morgun. „Við reyndum að halda því í morgun og erum að sjá núna að flugfélögin eru byrjuð að aflýsa þannig að við erum að reyna að vinna með það. Ef vélar eru að fara í loftið þá reynum við að koma fólki á staðinn en reynum að setja hvorki starfsfólk eða farþegum í óþarfa hættu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Við fylgjumst með vegagerðinni og flugfélögum. Allt þetta hefur áhrif. Við virðum allar lokanir.“ Svipaðar upplýsingar fengust hjá Iceland Excursions en síðast ferð þeirra til Keflavíkur var klukkan 11:30. Þau segja jafnframt að ef Reykjanesbrautinni verður lokað munu engar ferðir vera og unnið er eftir ákveðinni viðbragðs- og öryggisáætlun sem fer alltaf í gang þegar veður eru válynd.Upplýsingar um komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli má nálgast á vef ISAVIA. Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 "Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. 24. febrúar 2017 09:49 Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Flugfélag Íslands hefur aflýst nær öllu innanlandsflugi vegna veðurs. 24. febrúar 2017 07:53 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Veðrið nær hámarki síðdegis Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. 24. febrúar 2017 07:05 Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56 Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi Björgunaraðilar vinna að því að koma farþegum til aðstoðar. 24. febrúar 2017 10:28 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Uppfært 12:08: Samkvæmt upplýsingum á vef ISAVIA hefur flugi WOW til New York, Baltimore og Toronto verið aflýst. Bæði Icelandair og WOW Air búast við töluverðum seinkunum á flugi til og frá Evrópu seinnipart dags. Farþegar sem ætla sér að ferðast til útlanda í dag eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum sínum. „Það eru flugfélögin sem taka ákvörðun um það hvað þau gera. Þau munu senda tilkynningu á sína farþega ef eitthvað breytist,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Vísi. „Svo er líka, varðandi reykjanesbrautina, ef hún lokar þá hefur það áhrif ef áhafnir komast ekki. Við biðjum farþega að fylgjast vel með tilkynningum frá sínu flugfélagi.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur í sama streng og biður farþega að fylgjast vel með. „Við erum að seinka öllum flugum í dag. Það sem eftir er dagsins. Við vísum á bæði komur fluga frá Evrópu núna síðdegis, það verður seinkun og síðan aftur flugið vestur um haf. Við hvetjum fólk til að fylgjast með sínu flugi. En þetta mun valda röskun. Eitt og eitt flug sem virðist vera á tíma en heilt yfir virðist þetta vera að valda seinkunum og biðjum fólk að fylgjast vel með,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir veðrið hafa nokkur áhrif á þeirra leiðakerfi. „Þetta veður hefur frekar mikil áhrif á okkar leiðakerfi. Það má búast við að það verði smá seinkanir frá Evrópu til Íslands á meðan veðrið gengur yfir. það sama má segja um seinnipartsflugin okkar á meðan veðrið gengur yfir. Við þurftum að fella niður flugið okkar til New York vegna veðurs,“ segir Svana í samtali við Vísi. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions segir að margir farþegar sem eigi flug seinnipartinn hafi farið til Keflavíkur með flugrútunni í morgun. „Við reyndum að halda því í morgun og erum að sjá núna að flugfélögin eru byrjuð að aflýsa þannig að við erum að reyna að vinna með það. Ef vélar eru að fara í loftið þá reynum við að koma fólki á staðinn en reynum að setja hvorki starfsfólk eða farþegum í óþarfa hættu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Við fylgjumst með vegagerðinni og flugfélögum. Allt þetta hefur áhrif. Við virðum allar lokanir.“ Svipaðar upplýsingar fengust hjá Iceland Excursions en síðast ferð þeirra til Keflavíkur var klukkan 11:30. Þau segja jafnframt að ef Reykjanesbrautinni verður lokað munu engar ferðir vera og unnið er eftir ákveðinni viðbragðs- og öryggisáætlun sem fer alltaf í gang þegar veður eru válynd.Upplýsingar um komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli má nálgast á vef ISAVIA.
Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 "Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. 24. febrúar 2017 09:49 Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Flugfélag Íslands hefur aflýst nær öllu innanlandsflugi vegna veðurs. 24. febrúar 2017 07:53 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Veðrið nær hámarki síðdegis Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. 24. febrúar 2017 07:05 Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56 Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi Björgunaraðilar vinna að því að koma farþegum til aðstoðar. 24. febrúar 2017 10:28 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23
"Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. 24. febrúar 2017 09:49
Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Flugfélag Íslands hefur aflýst nær öllu innanlandsflugi vegna veðurs. 24. febrúar 2017 07:53
Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56
Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi Björgunaraðilar vinna að því að koma farþegum til aðstoðar. 24. febrúar 2017 10:28