Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Heimila endurupptöku máls Tryggva Rúnars Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 11:14 Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. Tryggvi Rúnar hlaut 13 ára fangelsisdóm árið 1980 fyrir morðið á Guðmundi Einarssyni, sem hvarf í janúar 1974. RÚV greinir frá. Nefndin hyggst birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan tvö í dag, en hún hefur tekið sér þrjú ár að komast að niðurstöðu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðu nefndarinnar, en hann er bundinn trúnaði í málinu. Hann segist hins vegar geta rætt málin á almennum nótum, í samtali við fréttastofu. „Ef að endurupptökunefnd kemst að þeirri niðurstöðu að það skuli taka aftur upp eitt eða fleiri mál, þá gefur ákæruvaldið út sömu ákæru og 1977 og rekur málið eingöngu fyrir Hæstarétti,“ segir Ragnar en úrskurður verður sérstaklega í máli hvers sakbornings fyrir sig. „Þar þarf ákæruvaldið að sanna sekt sakborninganna. Hins vegar getur ákæruvaldið einnig gert þá kröfu að menn verði sýknaðir ef að endurupptaka verður heimiluð,“ bætir Ragnar við. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið næstu skref með skjólstæðingum sínum. Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Tveir sakborninganna, Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, óskuðu eftir endurupptöku málsins en í fyrra barst endurupptökunefnd ábendingar sem gætu hafa varpað ljósi á málið. Tryggvi Rúnar Leifsson lést árið 2009. Tengdar fréttir Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51 Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00 Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00 Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. 22. nóvember 2016 14:26 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. Tryggvi Rúnar hlaut 13 ára fangelsisdóm árið 1980 fyrir morðið á Guðmundi Einarssyni, sem hvarf í janúar 1974. RÚV greinir frá. Nefndin hyggst birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan tvö í dag, en hún hefur tekið sér þrjú ár að komast að niðurstöðu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðu nefndarinnar, en hann er bundinn trúnaði í málinu. Hann segist hins vegar geta rætt málin á almennum nótum, í samtali við fréttastofu. „Ef að endurupptökunefnd kemst að þeirri niðurstöðu að það skuli taka aftur upp eitt eða fleiri mál, þá gefur ákæruvaldið út sömu ákæru og 1977 og rekur málið eingöngu fyrir Hæstarétti,“ segir Ragnar en úrskurður verður sérstaklega í máli hvers sakbornings fyrir sig. „Þar þarf ákæruvaldið að sanna sekt sakborninganna. Hins vegar getur ákæruvaldið einnig gert þá kröfu að menn verði sýknaðir ef að endurupptaka verður heimiluð,“ bætir Ragnar við. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið næstu skref með skjólstæðingum sínum. Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Tveir sakborninganna, Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, óskuðu eftir endurupptöku málsins en í fyrra barst endurupptökunefnd ábendingar sem gætu hafa varpað ljósi á málið. Tryggvi Rúnar Leifsson lést árið 2009.
Tengdar fréttir Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51 Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00 Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00 Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. 22. nóvember 2016 14:26 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51
Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00
Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00
Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. 22. nóvember 2016 14:26