Endurupptökunefndin kynnir niðurstöðu sína í dag Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 10:10 Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu mun birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan 14 í dag. Þar verða birtir úrskurðir er varðar þá sex sem sakfelldir voru í málinu í Hæstarétti í febrúar árið 1980. Vísir ræddi við Björn L. Bergsson, formann endurupptökunefndarinnar, á þriðjudag þar sem hann sagði vinnu nefndarinnar hafa staðið yfir langt á þriðja ár. Hann segir endurupptökunefndina ekki hafa tekið skýrslur af fólki vegna málsins, allt slíkt hefur farið í gegnum settan ríkissaksóknara í málinu, Davið Þór Björgvinsson. „Ég held ég fari ekki að tjá mig um það,“ svaraði Björn þegar hann er spurður hvort einhverjar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem nýst hafi endurupptökunefndinni.Ekki frekari þörf á frekari skoðun á ábendingu Austfirðings Í desember síðastliðnum var greint frá því að lögreglan á Austurlandi hefði tekið skýrslu af karlmanni í nóvember sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi málið sem gætu haft áhrif á það hvort nefndin ákveði að taka upp málið að nýju, en upplýsingarnar vörðuðu hvarf Geirfinns Einarssonar. Þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lét nefndina vita af manninum sem vildi koma þessu upplýsingum á framfæri. Endurupptökunefndin fékk gögn sem vörðuðu vitnisburð mannsins í hendurnar en eftir yfirferð á þeim tilkynnti hún settum saksóknara að nefndin teldi ekki þörf á frekari skoðun á þeirri ábendingu, að sögn Björns. Björn sagði ekkert hafa komið fram í máli mannsins sem gaf tilefni til frekari könnunar nefndarinnar. Í júní síðastliðnum voru tveir karlmenn handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Björn vildi ekki fara nánar út í hvað þar hafi komið fram og hvort það hafi nýst nefndinni.43 ár frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu mun birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan 14 í dag. Þar verða birtir úrskurðir er varðar þá sex sem sakfelldir voru í málinu í Hæstarétti í febrúar árið 1980. Vísir ræddi við Björn L. Bergsson, formann endurupptökunefndarinnar, á þriðjudag þar sem hann sagði vinnu nefndarinnar hafa staðið yfir langt á þriðja ár. Hann segir endurupptökunefndina ekki hafa tekið skýrslur af fólki vegna málsins, allt slíkt hefur farið í gegnum settan ríkissaksóknara í málinu, Davið Þór Björgvinsson. „Ég held ég fari ekki að tjá mig um það,“ svaraði Björn þegar hann er spurður hvort einhverjar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem nýst hafi endurupptökunefndinni.Ekki frekari þörf á frekari skoðun á ábendingu Austfirðings Í desember síðastliðnum var greint frá því að lögreglan á Austurlandi hefði tekið skýrslu af karlmanni í nóvember sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi málið sem gætu haft áhrif á það hvort nefndin ákveði að taka upp málið að nýju, en upplýsingarnar vörðuðu hvarf Geirfinns Einarssonar. Þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lét nefndina vita af manninum sem vildi koma þessu upplýsingum á framfæri. Endurupptökunefndin fékk gögn sem vörðuðu vitnisburð mannsins í hendurnar en eftir yfirferð á þeim tilkynnti hún settum saksóknara að nefndin teldi ekki þörf á frekari skoðun á þeirri ábendingu, að sögn Björns. Björn sagði ekkert hafa komið fram í máli mannsins sem gaf tilefni til frekari könnunar nefndarinnar. Í júní síðastliðnum voru tveir karlmenn handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Björn vildi ekki fara nánar út í hvað þar hafi komið fram og hvort það hafi nýst nefndinni.43 ár frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira