Páll Magnússon styður ekki áfengisfrumvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 16:49 Teitur Björn, samflokksmaður Páls, leggur frumvarpið fram. Páll segist ekki stutt stóraukið aðgengi að áfengi. vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“ Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“
Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37