Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 16:39 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Víkurfréttir greindu fyrst frá og vitnuðu í bréf sem Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum verksmiðjunnar í gær og fjölmiðlum nú seinni partinn. Samkvæmt því hefur stofnunin gefið forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Verksmiðjan var gangsett í nóvember og í kjölfarið fóru að berast kvartanir frá íbúum í Reykjanesbæ vegna lyktar- og reykmengunar. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Hefur Umhverfisstofnun borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð hjá sér fjölmörg frávik frá starfsleyfi í eftirlitsferðum. Í bréfinu segir að umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart verksmiðjunni sé fordæmalaust. „Umhverfisstofnun telur miðað við þau umfangsmiklu og endurteknu rekstrarvandamál sem upp hafa komið frá gangsetningu verksmiðjunnar að hönnun, verklagi og þjálfun starfsfólks sé ábótavant í verksmiðjunni. [...] Stofnunin telur að vandamálið sé viðvarandi," segir í bréfinu. Þar segir einnig að stofnunin fari fram á að einungis einn ljósbogaofn verði keyrður í verksmiðjunni á meðan á úrbótum stendur en United Silicon hefur leyfi fyrir fjórum samkvæmt starfsleyfi. Tengdar fréttir Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Víkurfréttir greindu fyrst frá og vitnuðu í bréf sem Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum verksmiðjunnar í gær og fjölmiðlum nú seinni partinn. Samkvæmt því hefur stofnunin gefið forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Verksmiðjan var gangsett í nóvember og í kjölfarið fóru að berast kvartanir frá íbúum í Reykjanesbæ vegna lyktar- og reykmengunar. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Hefur Umhverfisstofnun borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð hjá sér fjölmörg frávik frá starfsleyfi í eftirlitsferðum. Í bréfinu segir að umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart verksmiðjunni sé fordæmalaust. „Umhverfisstofnun telur miðað við þau umfangsmiklu og endurteknu rekstrarvandamál sem upp hafa komið frá gangsetningu verksmiðjunnar að hönnun, verklagi og þjálfun starfsfólks sé ábótavant í verksmiðjunni. [...] Stofnunin telur að vandamálið sé viðvarandi," segir í bréfinu. Þar segir einnig að stofnunin fari fram á að einungis einn ljósbogaofn verði keyrður í verksmiðjunni á meðan á úrbótum stendur en United Silicon hefur leyfi fyrir fjórum samkvæmt starfsleyfi.
Tengdar fréttir Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15
Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47
Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56
United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45