Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum. Donald Trump Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum.
Donald Trump Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira