Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Staðan á vinnumarkaði verður mjög flókin ef samningar verða opnaðir að nýju. vísir/vilhelm Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira