Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:53 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi þann 13. febrúar síðastliðinn. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi sem lögð var fyrir dóm kemur fram að konurnar hafi báðar verið í miklu uppnámi þegar lögreglu bar að garði og þurfti önnur þeirra að fá róandi sprautu hjá sjúkraliði á vettvangi. Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum. Við líkamsleit á manninum fundust svartar kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa hans og leikur grunur á um að annar brotaþolanna eigi umræddar nærbuxur.Framburður mannsins talinn ótrúverðugur Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt. Hann hafi neitað að um nauðgun hafi verið að ræða og að líklega væri um misskilning að ræða. Nokkrum dögum síðar hafði þriðja konan samband við lögreglu kvaðst vilja kæra kærða fyrir kynferðisbrot sem hafi átt sér stað á herbergi á hótelinu. Greindi hún frá því að hún hafi verið sofandi í rúmi í umræddu herbergi, undir sæng, þegar hún hafi vaknað upp við það að einhver hafi verið að káfa á innanverðu læri hennar og rassi, innanklæða, undir sænginni Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms og mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars næstkomandi. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi þann 13. febrúar síðastliðinn. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi sem lögð var fyrir dóm kemur fram að konurnar hafi báðar verið í miklu uppnámi þegar lögreglu bar að garði og þurfti önnur þeirra að fá róandi sprautu hjá sjúkraliði á vettvangi. Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum. Við líkamsleit á manninum fundust svartar kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa hans og leikur grunur á um að annar brotaþolanna eigi umræddar nærbuxur.Framburður mannsins talinn ótrúverðugur Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt. Hann hafi neitað að um nauðgun hafi verið að ræða og að líklega væri um misskilning að ræða. Nokkrum dögum síðar hafði þriðja konan samband við lögreglu kvaðst vilja kæra kærða fyrir kynferðisbrot sem hafi átt sér stað á herbergi á hótelinu. Greindi hún frá því að hún hafi verið sofandi í rúmi í umræddu herbergi, undir sæng, þegar hún hafi vaknað upp við það að einhver hafi verið að káfa á innanverðu læri hennar og rassi, innanklæða, undir sænginni Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms og mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars næstkomandi.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15