Viðskipti innlent

Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið

Ritstjórn skrifar
Fundurinn er haldinn í Norðurljósasal Hörpu.
Fundurinn er haldinn í Norðurljósasal Hörpu. Íslandsbanki
Íslandsbanki heldur nú klukkan 8.30 opinn fund í Hörpu undir heitinu: Markhópurinn ungt fólk. Þar verður farið yfir mál málanna í markaðssetningu eða hvernig eigi að nálgast unga fólkið. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan.

Guðmundur Guðnason hjá Icelandair flytur framsöguerindi á fundinum en hann stýrir rafrænni þróun flugfélagsins. Ræðir hann um persónumiðaða markaðssetningu og hvernig best sé að nálgast ungt fólk.

Í kjölfar framsögu Guðmundar verða málin rædd, en auk hans taka þátt þau Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum, Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, og Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, sem stýrir umræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×