Enski boltinn

Giggs: Of margir útlenskir stjórar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giggs var aðstoðarmaður Hollendingsins Louis van Gaal hjá Man. Utd.
Giggs var aðstoðarmaður Hollendingsins Louis van Gaal hjá Man. Utd. vísir/getty
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Man. Utd, er á því að það séu of margir útlenskir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni.

Fjöldi þeirra geri það að verkum að hæfileikaríkir, breskir stjórar fái ekki þau tækifæri sem þeir eiga skilið.

Giggs náði sjálfur að stýra Man. Utd í fjórum leikjum árið 2014 eftir að David Moyes hafði verið rekinn frá félaginu. Hann er enn að bíða eftir rétta tækifærinu sem stjóri.

„Ég tel að það sé mikilvægt að breskir stjórar fái tækifæri. Það er mikið af hágæða erlendum stjórum í ensku úrvalsdeildinni en það er líka mikið af gæðastjórum þarna úti sem eru breskir,“ sagði Giggs.

Sjö stjórar af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni eru breskir. Erlendir stjórar eru hjá öllum sjö efstu liðum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×