Erlent

Leita að sendi­ráðs­starfs­manni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kim Jong-nam.
Kim Jong-nam. vísir/epa
Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam.

Jong-nam var myrtur á mánudaginn í síðustu viku á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur en hann er hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Grunur leikur á að morðið hafi verið fyrirskipað af yfirvöldum í Norður-Kóreu en lögregluyfirvöld í Malasíu rannsaka nú málið.

Alls hafa fjórir verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu, tvær konur og tveir karlmenn, en á blaðamannafundi í dag sagði lögreglustjóri Malasíu að lögreglan leitaði nú að þremur norður-kóreskum einstaklingum til viðbótar vegna rannsóknar málsins.

Á meðal þeirra er Hyon Kwang Song, nokkuð háttsettur embættismaður í sendiráði Norður-Kóreu í Kuala Lumpur, en lögreglan hefur sent norður-kóreska sendiherranum bréf og óskað eftir því formlega að ná tali af Song. Þá leitar lögreglan leitar að starfsmanni ríkisflugfélags Norður-Kóreu vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×