Það er mikið um að fara hjá Kalda á næstu vikum en til dæmis fara skórnir á sölu á Shopbob, sem er vinsæl netverslun, sem og að merkið verður með sýningarbás á tískuvikunni í París í byrjun Mars.
Katrín Alda segir að þessar breyttu áherslur á skó hafi fallið vel í kramið hjá tískuunnendum en nýja línan er náttúruleg þróun frá fyrstu línunni. „Mér finnst mjög gaman að vinna með eitthvað sem er "off " í skóm, eitthvað sem er ekki of augljóst og langaði að taka það lengra í þessari línu,“ segir Katrín.




