Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 13:31 Juhel Miah. Skjáskot/BBC Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah. Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah.
Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59