Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fjölmiðla vera að ljúga um slæm áhrif innflytjenda í Svíþjóð. Eftir að forsetinn virtist um helgina vísa til hryðjuverkaárásar í Svíþjóð sem aldrei gerðist, sagðist hann, eftir að Svíar inntu hann eftir svörum, hafa verið að tala um innslag í Fox News, sem sýnt var á föstudagskvöldið. Sendiráð Svíþjóðar tísti í gær að starfsmenn þess hlökkuðu til að kynna innflytjendastefnu Svíþjóðar fyrir Trump.Give the public a break - The FAKE NEWS media is trying to say that large scale immigration in Sweden is working out just beautifully. NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 20, 2017 Innslagið sem um ræðir var sýnt í Tucker Carson Tonight á Fox, en sænskir fjölmiðlar segja að innihalda margar rangfærslur og ýkjur. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir rangar upplýsingar og fréttir um hið meinta „ástand“ í Svíþjóð fara sífellt fjölgandi. Aftonbladet hefur tekið saman nokkar rangfærslur úr þættinum. Þar ræðir Tucker Carlson við kvikmyndagerðarmanninn Ami Horowitz. Hann gerði innslag fyrir þáttinn þar sem hann ræddi við blaðamann og tvo lögregluþjóna um „ástandið“ í Svíþjóð. Undir lok þáttarins sagði Horowitz að „ekki væri svo langt frá“ fyrstu hryðjuverkaárás Íslamista í Svíþjóð. Þar var hann að tala um sprengjuárás Taimour Abdulwahab í Stokkhólmi árið 2010. Abdulwahab var sá eini sem lét lífið.Horowitz hélt því einnig fram að skotárásum og nauðgunum hefði farið fjölgandi frá því að Svíar „opnuðu landamæri sín“. Aftonbladet bendir hins vegar á að glæpum hafi farið fjölgandi árið 2015, en séu um það bil jafn margir og þeir voru árið 2005. Ofbeldisglæpum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Þá hafi nauðgunum fækkað um tólf prósent árið 2015 frá árinu 2014. Þar að auki heldur lögreglan utan um fjölda glæpa sem innflytjendur fremja og segja þá tengjast tiltölulega fáum glæpum.Horowitz sagði flóttamenn vera á bakvið aukna tíðni glæpa í Svíþjóð og að yfirvöld væru að hylma yfir það. Aftonbladet segir enga tölfræði sem styðji þessa fullyrðingu vera til. Hins vegar sýni rannsókn frá árinu 2005 að innflytjendur voru líklegri til að verða fyrir glæpum en aðrir.Því var haldið fram á Fox að 160 þúsund flóttamenn hafi komið til Svíþjóðar í fyrra og einungis 500 þeirra hafi fengið vinnu. Hið rétta er að 30 þúsund flóttamenn sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra. Árið 2015 sóttu hins vegar 164 þúsund flóttamenn um hæli. Það kom þó í ljós í fyrra að af þeim rúmlega hundrað og sextíu þúsund flóttamönnum sem komu til Svíþjóðar hafi einungis fimm hundruð fengið vinnu. Það var í maí í fyrra. Aftonbladet segir þetta hafa gerst vegna þess að yfirvöld í Svíþjóð hafi ekki sett atvinnu í forgang þegar flóttamannafjöldinn var í hámarki.Því var einnig haldið fram að í Svíþjóð væru svæði þar sem lögreglan treysti sér ekki til að fara í þar sem þau væru svo hættuleg. Sú staðhæfing byggir á skýrslu sem lögreglan gaf út í febrúar í fyrra. Hún fjallaði um viðkvæm úthverfi í Svíþjóð. Þar var hins vegar aldrei haldið fram að lögreglan þorði ekki inn á þessi svæði.„Hann er brjálaður“ Lögregluþjónarnir tveir sem Horowitz ræddi við í innslagi sínu segja svör sín hafa verið tekin úr samhengi og eru mjög ósáttir við hann. Þeir segja viðtalið einnig hafa verið tekið á röngum forsendum. Það hafi átt að vera um glæpi og svæði með hága glæpatíðni. Innflytjendur og flóttafólk hafi aldrei borið á góma. Í samtali við Dagens Nyheter segja þeir Horwitz vera brjálaðan. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um fullyrðingar sínar um árás í Svíþjóð. 19. febrúar 2017 23:50 Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fjölmiðla vera að ljúga um slæm áhrif innflytjenda í Svíþjóð. Eftir að forsetinn virtist um helgina vísa til hryðjuverkaárásar í Svíþjóð sem aldrei gerðist, sagðist hann, eftir að Svíar inntu hann eftir svörum, hafa verið að tala um innslag í Fox News, sem sýnt var á föstudagskvöldið. Sendiráð Svíþjóðar tísti í gær að starfsmenn þess hlökkuðu til að kynna innflytjendastefnu Svíþjóðar fyrir Trump.Give the public a break - The FAKE NEWS media is trying to say that large scale immigration in Sweden is working out just beautifully. NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 20, 2017 Innslagið sem um ræðir var sýnt í Tucker Carson Tonight á Fox, en sænskir fjölmiðlar segja að innihalda margar rangfærslur og ýkjur. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir rangar upplýsingar og fréttir um hið meinta „ástand“ í Svíþjóð fara sífellt fjölgandi. Aftonbladet hefur tekið saman nokkar rangfærslur úr þættinum. Þar ræðir Tucker Carlson við kvikmyndagerðarmanninn Ami Horowitz. Hann gerði innslag fyrir þáttinn þar sem hann ræddi við blaðamann og tvo lögregluþjóna um „ástandið“ í Svíþjóð. Undir lok þáttarins sagði Horowitz að „ekki væri svo langt frá“ fyrstu hryðjuverkaárás Íslamista í Svíþjóð. Þar var hann að tala um sprengjuárás Taimour Abdulwahab í Stokkhólmi árið 2010. Abdulwahab var sá eini sem lét lífið.Horowitz hélt því einnig fram að skotárásum og nauðgunum hefði farið fjölgandi frá því að Svíar „opnuðu landamæri sín“. Aftonbladet bendir hins vegar á að glæpum hafi farið fjölgandi árið 2015, en séu um það bil jafn margir og þeir voru árið 2005. Ofbeldisglæpum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Þá hafi nauðgunum fækkað um tólf prósent árið 2015 frá árinu 2014. Þar að auki heldur lögreglan utan um fjölda glæpa sem innflytjendur fremja og segja þá tengjast tiltölulega fáum glæpum.Horowitz sagði flóttamenn vera á bakvið aukna tíðni glæpa í Svíþjóð og að yfirvöld væru að hylma yfir það. Aftonbladet segir enga tölfræði sem styðji þessa fullyrðingu vera til. Hins vegar sýni rannsókn frá árinu 2005 að innflytjendur voru líklegri til að verða fyrir glæpum en aðrir.Því var haldið fram á Fox að 160 þúsund flóttamenn hafi komið til Svíþjóðar í fyrra og einungis 500 þeirra hafi fengið vinnu. Hið rétta er að 30 þúsund flóttamenn sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra. Árið 2015 sóttu hins vegar 164 þúsund flóttamenn um hæli. Það kom þó í ljós í fyrra að af þeim rúmlega hundrað og sextíu þúsund flóttamönnum sem komu til Svíþjóðar hafi einungis fimm hundruð fengið vinnu. Það var í maí í fyrra. Aftonbladet segir þetta hafa gerst vegna þess að yfirvöld í Svíþjóð hafi ekki sett atvinnu í forgang þegar flóttamannafjöldinn var í hámarki.Því var einnig haldið fram að í Svíþjóð væru svæði þar sem lögreglan treysti sér ekki til að fara í þar sem þau væru svo hættuleg. Sú staðhæfing byggir á skýrslu sem lögreglan gaf út í febrúar í fyrra. Hún fjallaði um viðkvæm úthverfi í Svíþjóð. Þar var hins vegar aldrei haldið fram að lögreglan þorði ekki inn á þessi svæði.„Hann er brjálaður“ Lögregluþjónarnir tveir sem Horowitz ræddi við í innslagi sínu segja svör sín hafa verið tekin úr samhengi og eru mjög ósáttir við hann. Þeir segja viðtalið einnig hafa verið tekið á röngum forsendum. Það hafi átt að vera um glæpi og svæði með hága glæpatíðni. Innflytjendur og flóttafólk hafi aldrei borið á góma. Í samtali við Dagens Nyheter segja þeir Horwitz vera brjálaðan.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um fullyrðingar sínar um árás í Svíþjóð. 19. febrúar 2017 23:50 Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um fullyrðingar sínar um árás í Svíþjóð. 19. febrúar 2017 23:50
Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46