Viðskipti innlent

Guðrún endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

Haraldur Guðmundsson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður SI.
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður SI. Vísir/Ernir
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á aðalfundi þerira í morgun. Guðrún var ein í framboði og hefur setið sem formaður samtakanna síðan 2014.

Alls gáfu átta kost á sér til almennrar stjórnarsetu og var kosið um fjögur sæti. Þeir sem  setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru; Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Lárus Andri Jónsson, framkvæmdastjóri Rafþjónustunnar, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru; Agnes Ósk Guðjónsdóttir, eigandi GK snyrtistofu, Árni Sigurjónsson, lögmaður hjá Marel, Guðrún Jónsdóttir, fjármálastjóri Héðins, Egill Jónsson, framvkæmdastjóri hjá Össuri og Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits og frambjóðandi til formanns Samtaka atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×