Viðskipti innlent

Opna Café Paris aftur í gjörbreyttri mynd

Haraldur Guðmundsson skrifar
Café Paris er nú lokað vegna breytinga.
Café Paris er nú lokað vegna breytinga.
Café Paris við Austurvöll mun opna í lok mánaðarins í gjörbreyttri mynd. Nýir eigendur kaffihússins segja markmiðið að gera staðinn aftur að frönskum bistro sem sé nær því sem hann var við opnun árið 1993.

„Þetta verður einfaldlega heiðarlegt og án allrar tilgerðar – ég held að það lýsi ágætlega því sem við erum að reyna að gera þarna,“ segir Sigurgísli Bjarnason, einn eigenda kaffíhússins, í samtali við Viðskiptablaðið.  

Nýir eigendur Café Paris eru ásamt Sigurgísla þeir Stefán Melsted, Jakob E. Jakobsson og fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt. Þeir koma einnig allir að rekstri veitingastaðanna Snaps og Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Þá keyptu þeir Sigurgísli og Stefán sig nýverið inn í rekstur Jamie‘s Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. Sigurgísli vildi þá í samtali við Markaðinn ekki svara því hvort Birgir Þór væri þátttakandi í þeirri fjárfestingu.    


Tengdar fréttir

Jómfrúin og Snaps vilja vera undir einum hatti

Snaps og Jómfrúin bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins og hyggja á samstarf. Félögin sameinast en veitingastaðirnir verða reknir hvor í sínu lagi. Stofnendur Snaps halda áfram um tauma þar og sömuleiðis annar eigandi Jómfrúarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×