Viðskipti innlent

Rúna Dögg Cortez í framkvæmdastjórn Brandenburg

Haraldur Guðmundsson skrifar
Rúna Dögg situr fremst á myndinni ásamt hluta af starfsfólki Brandenburg.
Rúna Dögg situr fremst á myndinni ásamt hluta af starfsfólki Brandenburg.
Rúna Dögg Cortez, stafrænn stjórnandi hjá auglýsingastofuni Brandenburg, hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Fyrir í stjórninni eru þeir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Hörður Lárusson teiknistofustjóri. Rúna Dögg segist í tilkynningu fyrirtæksins fagna því að vera komin í framkvæmdastjórn og þeim verkefnum sem því fylgja.

„Ásamt því að vera stafrænn stjórnandi hef ég haft umsjón með stefnumótun og samfélagsmiðlun á stofunni undanfarin þrjú ár. Við ætlum okkur enn stærri hluti í netmarkaðssetningu og er Birta einmitt fengin inn til að styrkja það svið með okkur hér á Brandenburg. Það er allt að gerast á samfélagsmiðlum í dag og því mikill fengur að fá hana inn líkt og Ingunni og Þuru Stínu,“ segir Rúna.

Þar segir einnig að miklar breytingar hafi orðið hjá auglýsingatofunni að undanförnu en starfsmenn stofunnar eru nú tæplega 30 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×