Að forðast byltu og koma í veg fyrir beinbrot Inga Jónsdóttir skrifar 9. mars 2017 08:33 Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili. Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum. Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu. Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum. Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku. Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili. Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum. Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu. Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum. Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku. Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar