Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart United Silicon er fordæmalaust. vísir/vilhelm Stjórnendur kísilvers United Silicon í Helguvík óska eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrirtækið áætlun um úrbætur í mengunarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafarlausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunUmhverfisstofnun sendi kísilverinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála United Silicon, svarar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Kristleifur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Stjórnendur kísilvers United Silicon í Helguvík óska eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrirtækið áætlun um úrbætur í mengunarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafarlausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunUmhverfisstofnun sendi kísilverinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála United Silicon, svarar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Kristleifur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira