Spennustigið verður örugglega hátt á Sunnubrautinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 17:00 Frá bikarúrslitaleik liðanna á dögunum. Vísir/Andri Marinó Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld Dominos-deild kvenna Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld
Dominos-deild kvenna Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira