Viðskipti innlent

Dýrasti maturinn um borð í vélum Icelandair

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Máltíðin er dýrust hjá Icelandair en ódýrust hjá Eurowings.
Máltíðin er dýrust hjá Icelandair en ódýrust hjá Eurowings. Vísir/Vilhelm
Dýrasti maturinn sem boðið er upp á í flugvélum er um borð í vélum Icelandair ef marka má úttekt bresku bókunarsíðunnar Cheapflights á mat sem boðið er upp á hjá evrópskum flugfélögum og greint er frá á vef Business Insider.

Í frétt Business Insider kemur fram að mismunandi sé hvað flugfélögin rukka fyrir mat en samkvæmt úttekt Cheapflights mega farþegar Icelandair búast við því að 17.6 dollara fyrir máltíð um borð sem samanstendur af samloku, snakki, vínglassi og heitum drykk.

Ódýrast er að kaupa sér máltíð um borð hjá Eurowings þar sem farþegar borga um 14.40 dollara fyrir máltíðina.

Þrátt fyrir að það hafi færst í aukana undanfarin ár að flugfélög hafi hætt að bjóða upp á ókeypis mat þá eru enn nokkur evrópsk félög sem gera það, til dæmis Swiss Air, Lufthansa, Air France og KLM.

Þá ætlar bandaríska flugfélagið Delta að fara að bjóða aftur upp á fríar máltíðir en áður var Hawaiian Airlines eina bandaríska flugfélagið til að vera með ókeypis mat um borð í vélum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×