Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2017 18:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. vísir/ernir Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent