Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2017 18:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. vísir/ernir Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira