Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 11:14 „Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira