Brúneggjablekkingin Árni Stefán Árnason skrifar 7. mars 2017 10:02 Þessi grein fjallar um Brúneggjamálið, aðgerðaleysi Alþingis, landbúnaðarráðherra, MAST, dýraverndarsamtaka og þekkingarskort MAST á réttarheimildum, kunnáttuleysi við val á þeim og beitingu þeirra í dýraverndarmálum. Það leiddi til mikilla þjáninga hjá dýrum, andstætt lögum um velferð dýra. Þegar rýnt er í svokallað Brúneggjamál er vert, að horfa til baka og varpa ljósi á atriði, sem hlotið hafa litla athygli fjölmiðla og stjórnvalda. Upplýsa um atriði, sem hefðu getað komið í veg fyrir illa meðferð eigenda Brúnegg ehf, að mínu mati, á varphænsnum í umráðum þeirra. Það er nefnilega ekki svo, að við umráðamenn og lægra setta eftirlitsaðila stjórnsýslunnar sé eina, að sakast, eins og gefið er í skyn. Með lægra settum eftirlitsaðilum er ég auðvitað að vísa til MAST. Æðri ríkisvaldshafar og dýraverndarsamtök með lögbundið hlutverk bera líka ábyrgð þ.e. landbúnaðarráðherrar (framkvæmdavaldið) í tíð Brúneggja, Alþingi og Dýraverndarsamband Íslands. Ég furða mig á seinvirkni MAST, sem gjarnan bar fyrir sig valdheimildaskorti til inngripa í Brúneggja- og t.d. svínamálinu frá haustinu 2015. Það stenst ekki skoðun. Fagmaður í stjórnsýslu lætur vafann njóta vafans og beitir þeim réttarheimildum, sem mögulega eru tækar til að útrýma ólöglegu ástandi og illri meðferð dýra. Slíkar réttarheimildir hafa verið í gildi frá gildistöku þágildandi dýraverndarlaga nr. 15/1994. Bær beitandi valdheimilda fær í versta falli höfnum um beitingu reglna frá þar til bæru stjórnvaldi andmæli gagnaðili. Í mínum huga hefur þekkingarskortur á réttarheimildum og beitingu þeirra verið verulegur annmarki í starfsháttum stjórnvalda, sem koma að vernd dýra. Það er ekki ný ,,ella". Svokallað Heynesmál, hæstaréttardómur nr. 81/1975 teigði sig yfir 12 ára tímabil. Heimildir til inngripa í dýraverndarlögum frá 1957 voru ekki nýttar. Sama á við um svokallað Stórhólsmál, sem um giltu lög nr. 15/1994 hvar finna mátti skýrt inngripaákvæði. Miklu fleiri dæmi eru til. Árið 2009 kynntist ég aðstæðum Brúneggja ehf á Teigi í heimsókn með samtökunum Velferð í búskap. Aðstæður voru ekki til fyrirmyndar og hrakktist ég út eftir skamma stund vegna mikillar ammóníaklyktar. Þrengsli og skortur á útigerði eins og reglugerð kvað á um kom mér á óþægilega á óvart. Með leyfi, kvikmyndaði ég aðstæður og birti kvikmyndina skömmu síðar á samfélagsmiðlinum youtube. Innan sólarhrings óskaði Kristin Gylfi, annar tveggja eigenda, nú þrotabúsins Brúnegg ehf, eftir því að myndbandið yrði fjarlægt. Sagðist ég glaður verða við þeirri ósk um leið og fyrir lægi að hann ynni skv. aðbúnaðarreglugerð. - Ekkert varð úr af hálfu Kristins Gylfa eins og komið hefur í ljós. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma. Á meðal þeirra, sem heimsóttu Brúnegg ehf með mér árið 2009 varð síðar formaður Dýraverndarsambands Íslands, Sif Traustadóttir dýralæknir. Þrátt fyrir vitneskju samtakanna Velferð búfjár og síðar Dýraverndarsambands Íslands, hvar umrædd Sif sat sem formaður í fjögur ár, beittu hvorug samtökin sér vegna búskaparhátta Brúneggja ehf. Alger þöggun var um rökstuddan málflutning minn um eggjaframleiðandann á þessum tíma en hann birtist víða m.a. reglulega á bloggi mínu á dv.is þá. Í upphafi árs 2014 börðu menn sér á brjóst á þingi vegna nýsamþykktra dýravelferðarlaga. Skyldi taka til hendinni, koma búfjárhaldi og dýravernd í nútímalegt viðurkennt ástand, hvernig svo sem það er hægt með innilokun dýra við þröngar aðstæður og að lokum fjöldaslátrun þeirra til manneldis. Á þeim þrem árum, sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur aldrei annar eins fjöldi mála um meint dýraníð komið upp og sannanir nægar. Mér til furðu hefur engin búfjáreigandi sætt kæru af hálfu MAST þó tilefni hafi verið ærin að mínu mati, með nokkra sérþekkingu á dýravelferðarlögunum. MAST hefur hins vegar ekki hikað við að kæra mál til lögreglu sem fyrir liggur að nánast vonlaust er að rannsaka. Eitrun fyrir köttum og hestaníð eru dæmi um það. Málavextir, eins og þeir liggja fyrir í Brúneggja og svínamálinu, hefðu aldrei átt að koma upp, ef sú stofnun, sem á að sinna eftirlitshlutverki sínu skv. lögunum, Matvælastofnun, hefði starfað eins og lög um velferð dýra og lög um stofnunina boða. Undir sömu sök eru seldir viðkomandi landbúnaðarráðherrar og Alþingi, hefðu þessi stjórnvöld sinnt hlutverkum sínum, annarsvegar, sem æðstu embættismenn viðkomandi málaflokks, hins vegar Alþingi, sem eftirlitsaðili með störfum framkvæmdavaldsins. Það hefur algerlega misfarist. Það er mjög alvarlegt og það er íhugunarefni þegar opinberir aðilar verða valdir að dýraníði með óbeinum hætti með athafnaleysi sínu að ógleymdum þeim samtökum, sem að lögum hafa hlutverki að gegna í vernd dýra á Íslandi, Dýraverndarsambandi Íslands. Upplýst hefur verið um að um 6000 þús. dýr, sem vistuð höfðu verið hjá Brúnegg þurfti að aflífa. Myndir frá RÚV sína mjög illa meðferð dýranna. Líkt, ef ekki verra, en svínamálið. Í því máli staðfesti Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá MAST að um dýraníð væri að ræða. Aftur hefur orðið uppvíst um dýraníð ef marka má orð stofnunarinnar, sem veltir nú fyrir sér viðbrögðum sínum, hvort beita eigi dagsektum eða líta svo á að um refsiverðan verknað sé að ræða og kæra eigendur Brúnegg ehf til lögreglu en brot á lögum um velferð dýra getur varðar allt að tveggja ára fangelsi að uppfylltum skilyrðum. Vangaveltur MAST um dagssektir eru þekkingarleysi á lögfræði laga um velferð dýra. Samkvæmt dýravelferðarlögum og gögnum málsins er hafið yfir allan vafa, að mínu mati, að um sé að ræða fullframin meint refsiverð brot, sem ber að kæra til lögreglu í þeim tilgangi að gefin verði út ákæra. Spyrja má, hver viðbrögð þjóðfélagsins, fjölmiðla og framkvæmdavaldins hefðu verið ef álíka stór hópur af hrossum, sauðfé, svínum, loðdýrum í loðdýraeldi eða öðrum dýrum, sem eiga að lúta vernd dýravelferðarlaga hefðu þurft að þola þá illu meðferð, sem átti sér stað hjá Brúnegg. Auðvitað á hvorki stærð dýra né fjöldi þeirra að skipta máli í huga dómara í þessu sambandi, að mínu mati, en fjöldinn hefur þó óhjákvæmilega áhrif á refsiákvörðunina, að ég tel. Þjáningin er eins eða áþekk hjá hverjum einstaklingi. Líka hjá fiskunum, sem veiddir eru í tugþúsunda tonna tali og aflífaðir með umdeildum aðferðum við Íslandsstrendur! Höfundur þekkir vel til dóma Hæstaréttar Íslands í dýraverndarmálum frá upphafi. Jafn hrottalegar verknaðarlýsingar og komið hafa fram í Brúneggjamálinu eru torfundnar í dómum, sem upp hafa verið kveðnir. Málið á því hiklaust að fara með í ákæruferil. Ég óska engum þungrar refsingar nema undan henni verði ei komist lögum samkvæmt að mati dómara og að kröfu ákæruvalds en ég krefst þess, sem lögfræðingur og dýravinur, að lög um velferð dýra séu virt af umráðamönnum, framkvæmdavaldi (ráðherra og MAST) og dómstólum komi þetta eða álíka dýraverndarmál á borð hinna þriggja síðastnefndu. Minna má á skilgreiningu Jónatans Þórmundssonar prófessors við Háskóla Íslands í einu af kennsluritum hans: „að refsing sé ein tegund viðurlaga, sem ríkisvaldið beitir þann, sem sekur hefur reynst um refsivert brot. Hún felur í sér vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins og er til þess fallin að valda dómþola þjáningu eða óþægindum“ Það er nákvæmlega þetta, sem íslensk dýravernd þarf: vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins á illri meðferð dýra. Dómstólar eiga virða þennan rétt samfélagsins þegar gögn gefa ástæðu til. Það er löngu löngu löngu tímabært að framkvæmd dýrverndarlaga sé með þeim hætti, sem tilgangur og markmið þeirra kveður á um. Íslendingar grobba sig reglulega af hinu hreina búfjárhaldi sínu hvar vel á að vera farið með búfé en hafa líka reglulega orðið sér til skammar í því samhengi. Það leyfi ég mér, að fullyrða eftir að hafa rannsakað réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga allt frá upphafi slíkrar lagasetningar og framkvæmd hennar og birt niðurstöður mínar í meistararitgerð í lögfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Árni Stefán Árnason Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þessi grein fjallar um Brúneggjamálið, aðgerðaleysi Alþingis, landbúnaðarráðherra, MAST, dýraverndarsamtaka og þekkingarskort MAST á réttarheimildum, kunnáttuleysi við val á þeim og beitingu þeirra í dýraverndarmálum. Það leiddi til mikilla þjáninga hjá dýrum, andstætt lögum um velferð dýra. Þegar rýnt er í svokallað Brúneggjamál er vert, að horfa til baka og varpa ljósi á atriði, sem hlotið hafa litla athygli fjölmiðla og stjórnvalda. Upplýsa um atriði, sem hefðu getað komið í veg fyrir illa meðferð eigenda Brúnegg ehf, að mínu mati, á varphænsnum í umráðum þeirra. Það er nefnilega ekki svo, að við umráðamenn og lægra setta eftirlitsaðila stjórnsýslunnar sé eina, að sakast, eins og gefið er í skyn. Með lægra settum eftirlitsaðilum er ég auðvitað að vísa til MAST. Æðri ríkisvaldshafar og dýraverndarsamtök með lögbundið hlutverk bera líka ábyrgð þ.e. landbúnaðarráðherrar (framkvæmdavaldið) í tíð Brúneggja, Alþingi og Dýraverndarsamband Íslands. Ég furða mig á seinvirkni MAST, sem gjarnan bar fyrir sig valdheimildaskorti til inngripa í Brúneggja- og t.d. svínamálinu frá haustinu 2015. Það stenst ekki skoðun. Fagmaður í stjórnsýslu lætur vafann njóta vafans og beitir þeim réttarheimildum, sem mögulega eru tækar til að útrýma ólöglegu ástandi og illri meðferð dýra. Slíkar réttarheimildir hafa verið í gildi frá gildistöku þágildandi dýraverndarlaga nr. 15/1994. Bær beitandi valdheimilda fær í versta falli höfnum um beitingu reglna frá þar til bæru stjórnvaldi andmæli gagnaðili. Í mínum huga hefur þekkingarskortur á réttarheimildum og beitingu þeirra verið verulegur annmarki í starfsháttum stjórnvalda, sem koma að vernd dýra. Það er ekki ný ,,ella". Svokallað Heynesmál, hæstaréttardómur nr. 81/1975 teigði sig yfir 12 ára tímabil. Heimildir til inngripa í dýraverndarlögum frá 1957 voru ekki nýttar. Sama á við um svokallað Stórhólsmál, sem um giltu lög nr. 15/1994 hvar finna mátti skýrt inngripaákvæði. Miklu fleiri dæmi eru til. Árið 2009 kynntist ég aðstæðum Brúneggja ehf á Teigi í heimsókn með samtökunum Velferð í búskap. Aðstæður voru ekki til fyrirmyndar og hrakktist ég út eftir skamma stund vegna mikillar ammóníaklyktar. Þrengsli og skortur á útigerði eins og reglugerð kvað á um kom mér á óþægilega á óvart. Með leyfi, kvikmyndaði ég aðstæður og birti kvikmyndina skömmu síðar á samfélagsmiðlinum youtube. Innan sólarhrings óskaði Kristin Gylfi, annar tveggja eigenda, nú þrotabúsins Brúnegg ehf, eftir því að myndbandið yrði fjarlægt. Sagðist ég glaður verða við þeirri ósk um leið og fyrir lægi að hann ynni skv. aðbúnaðarreglugerð. - Ekkert varð úr af hálfu Kristins Gylfa eins og komið hefur í ljós. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma. Á meðal þeirra, sem heimsóttu Brúnegg ehf með mér árið 2009 varð síðar formaður Dýraverndarsambands Íslands, Sif Traustadóttir dýralæknir. Þrátt fyrir vitneskju samtakanna Velferð búfjár og síðar Dýraverndarsambands Íslands, hvar umrædd Sif sat sem formaður í fjögur ár, beittu hvorug samtökin sér vegna búskaparhátta Brúneggja ehf. Alger þöggun var um rökstuddan málflutning minn um eggjaframleiðandann á þessum tíma en hann birtist víða m.a. reglulega á bloggi mínu á dv.is þá. Í upphafi árs 2014 börðu menn sér á brjóst á þingi vegna nýsamþykktra dýravelferðarlaga. Skyldi taka til hendinni, koma búfjárhaldi og dýravernd í nútímalegt viðurkennt ástand, hvernig svo sem það er hægt með innilokun dýra við þröngar aðstæður og að lokum fjöldaslátrun þeirra til manneldis. Á þeim þrem árum, sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur aldrei annar eins fjöldi mála um meint dýraníð komið upp og sannanir nægar. Mér til furðu hefur engin búfjáreigandi sætt kæru af hálfu MAST þó tilefni hafi verið ærin að mínu mati, með nokkra sérþekkingu á dýravelferðarlögunum. MAST hefur hins vegar ekki hikað við að kæra mál til lögreglu sem fyrir liggur að nánast vonlaust er að rannsaka. Eitrun fyrir köttum og hestaníð eru dæmi um það. Málavextir, eins og þeir liggja fyrir í Brúneggja og svínamálinu, hefðu aldrei átt að koma upp, ef sú stofnun, sem á að sinna eftirlitshlutverki sínu skv. lögunum, Matvælastofnun, hefði starfað eins og lög um velferð dýra og lög um stofnunina boða. Undir sömu sök eru seldir viðkomandi landbúnaðarráðherrar og Alþingi, hefðu þessi stjórnvöld sinnt hlutverkum sínum, annarsvegar, sem æðstu embættismenn viðkomandi málaflokks, hins vegar Alþingi, sem eftirlitsaðili með störfum framkvæmdavaldsins. Það hefur algerlega misfarist. Það er mjög alvarlegt og það er íhugunarefni þegar opinberir aðilar verða valdir að dýraníði með óbeinum hætti með athafnaleysi sínu að ógleymdum þeim samtökum, sem að lögum hafa hlutverki að gegna í vernd dýra á Íslandi, Dýraverndarsambandi Íslands. Upplýst hefur verið um að um 6000 þús. dýr, sem vistuð höfðu verið hjá Brúnegg þurfti að aflífa. Myndir frá RÚV sína mjög illa meðferð dýranna. Líkt, ef ekki verra, en svínamálið. Í því máli staðfesti Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá MAST að um dýraníð væri að ræða. Aftur hefur orðið uppvíst um dýraníð ef marka má orð stofnunarinnar, sem veltir nú fyrir sér viðbrögðum sínum, hvort beita eigi dagsektum eða líta svo á að um refsiverðan verknað sé að ræða og kæra eigendur Brúnegg ehf til lögreglu en brot á lögum um velferð dýra getur varðar allt að tveggja ára fangelsi að uppfylltum skilyrðum. Vangaveltur MAST um dagssektir eru þekkingarleysi á lögfræði laga um velferð dýra. Samkvæmt dýravelferðarlögum og gögnum málsins er hafið yfir allan vafa, að mínu mati, að um sé að ræða fullframin meint refsiverð brot, sem ber að kæra til lögreglu í þeim tilgangi að gefin verði út ákæra. Spyrja má, hver viðbrögð þjóðfélagsins, fjölmiðla og framkvæmdavaldins hefðu verið ef álíka stór hópur af hrossum, sauðfé, svínum, loðdýrum í loðdýraeldi eða öðrum dýrum, sem eiga að lúta vernd dýravelferðarlaga hefðu þurft að þola þá illu meðferð, sem átti sér stað hjá Brúnegg. Auðvitað á hvorki stærð dýra né fjöldi þeirra að skipta máli í huga dómara í þessu sambandi, að mínu mati, en fjöldinn hefur þó óhjákvæmilega áhrif á refsiákvörðunina, að ég tel. Þjáningin er eins eða áþekk hjá hverjum einstaklingi. Líka hjá fiskunum, sem veiddir eru í tugþúsunda tonna tali og aflífaðir með umdeildum aðferðum við Íslandsstrendur! Höfundur þekkir vel til dóma Hæstaréttar Íslands í dýraverndarmálum frá upphafi. Jafn hrottalegar verknaðarlýsingar og komið hafa fram í Brúneggjamálinu eru torfundnar í dómum, sem upp hafa verið kveðnir. Málið á því hiklaust að fara með í ákæruferil. Ég óska engum þungrar refsingar nema undan henni verði ei komist lögum samkvæmt að mati dómara og að kröfu ákæruvalds en ég krefst þess, sem lögfræðingur og dýravinur, að lög um velferð dýra séu virt af umráðamönnum, framkvæmdavaldi (ráðherra og MAST) og dómstólum komi þetta eða álíka dýraverndarmál á borð hinna þriggja síðastnefndu. Minna má á skilgreiningu Jónatans Þórmundssonar prófessors við Háskóla Íslands í einu af kennsluritum hans: „að refsing sé ein tegund viðurlaga, sem ríkisvaldið beitir þann, sem sekur hefur reynst um refsivert brot. Hún felur í sér vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins og er til þess fallin að valda dómþola þjáningu eða óþægindum“ Það er nákvæmlega þetta, sem íslensk dýravernd þarf: vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins á illri meðferð dýra. Dómstólar eiga virða þennan rétt samfélagsins þegar gögn gefa ástæðu til. Það er löngu löngu löngu tímabært að framkvæmd dýrverndarlaga sé með þeim hætti, sem tilgangur og markmið þeirra kveður á um. Íslendingar grobba sig reglulega af hinu hreina búfjárhaldi sínu hvar vel á að vera farið með búfé en hafa líka reglulega orðið sér til skammar í því samhengi. Það leyfi ég mér, að fullyrða eftir að hafa rannsakað réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga allt frá upphafi slíkrar lagasetningar og framkvæmd hennar og birt niðurstöður mínar í meistararitgerð í lögfræði.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun