Enski boltinn

Pep: Chelsea er næstum því óstöðvandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, segir að sitt lið verði að vinna alla þá leiki sem liðið á eftir til að eygja von um að vinna ensku deildina.

City er átta stigum á eftir toppliði Chelsea eftir leiki helgarinnar.

„Það er synd hvað við erum langt á eftir Chelsea. Við erum á eftir Chelsea því liðið er næstum því óstöðvandi,“ sagði spænski stjórinn eftir 2-0 sigur á Sunderland í gær.

„Mér finnst liðið vera að spila vel og þess vegna erum við að vinna. Staðan er aftur á móti þannig að ef við höldum áfram að vinna alla leiki þá eigum við möguleika. Ef ekki þá er þetta búið. Það eru allt mikilvægir leikir fram undan í öllum keppnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×